Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir (f.1991) útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015. Andrea hefur tekið þátt í margskonar samstarfsverkefnum og hefur unnið í nánum tengslum við margvíslega listhópa; hið fljótandi kollektíf Computer Spirit og gjörningatvíeykið Óþokkarnir. Einnig vann hún náið við galleríið Ekkisens á sínum tíma, ásamt því að hafa ritstýrt tímaritinu Listvísi – Málgagn um myndlist í sínum seinni útgáfum. Í dag vinnur hún mest að sínum eigin rannsóknum á vinnustofu sinni ásamt því að kenna í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Í listrænni vinnu sinni íhugar Andrea hina listænu athöfn sem flæðandi afl. Hrátt og frumlægt. Líkaminn er skoðaður sem huglægt kerfi, hið óséða efnisgert. Umbreytingar hið innra eru framdar sem tilraunir til þess að beisla sjálfið sem efnahvarf í sífelldri breytingu.

***

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir (b.1991) graduated from the Fine Arts Department of the Iceland Academy of the Arts in 2015. Andrea has participated in many cultural collaborative projects and worked closely with several groups of artists; the collective Computer Spirit and the performance duo The Villains. She also worked closely with the Ekkisens gallery in its era. Today, she conducts her research mostly in her studio and teaches at The Reykjavík School Of Visual Arts. In her artistic work, Andrea considers the artistic act as a certain state of flux, raw and primal. The body is viewed as a subjective system, the unseen materialized. Internal transformations are carried out, as attempts to harness the self as a fluid mass in constant change.